
Hof 1 hotel in Öræfi is located in one of the most beautiful and extraordinary regions in Iceland, often referred to as „Sveitin milli sanda“, which loosely translates as „The Land Between the Sands“. Its convenient location, just off the South Coast of Iceland, gives access to some of Iceland’s most amazing natural wonders and attractions which are within a short driving distance from the hotel. Öræfajökull, the largest active volcano in Iceland, dominates the landscape, Skeiðarársandur spreads it´s black sands ahead, the National Park in Skaftafell is close by, and a little way east you find the magical world of Jökulsárlón Glacier Lagoon in Breiðamerkursandur as well as the nature reserve for birds in the cape of Ingólfshöfði. Various activities and tours can be found in the area, including hiking, glacier hiking, ice caving, boat tours and much more. Located in the midst of this spectacular landscape, we at Hof 1 hotel strive to offer personal service to all our guests in first class accommodations and restaurant. Hof 1 hotel in Öræfi is open all year round.
Hof 1 Hotel is, along with the old turf church Hofskirkja, located in the central region of Öræfasveit, encompassed with captivating surroundings. Parts of the hotel are in buildings that were originally used as stables and barns for sheep but have been transformed into a comfy country hotel with modern touches that provides personal service to its visitors. When inside there is not much remaining of the original purpose of the buildings but it gives an authentic country vibe to the hotel. The interior welcoming with modern touches here and there, which offer a warm and comfortable stay. This dramatic change in the appearance of the buildings, further emphasizes the great change that has been made, from farming and taking care of sheep, to providing quality service to travelers from all over the world. In total, the Hof 1 hotel has 46 rooms. Upon arrival, the Reception house greets you with a cosy lounge and spacious restaurant. These spaces are communal and have free WiFi internet access. The private rooms in the guesthouse are decorated amply with various artwork. In addition to the 17 rooms located in the old barn, we have 16 rooms in an extension behind the old barn. We then have 4 cottages which have 8 rooms in total. Each cottage has 2 rooms and 1 bathroom between the rooms. Additionally, we have 6 rooms in the old school house, known as the parliament building.
In our bistro, you can enjoy breakfast and evening meals made from pure and fresh locally sourced ingredients. We offer both fish and meat courses and a vegetarian/vegan option for our guests. Please check at the reception for more information regarding the menu of the day. We also offer the option of serving wine, beer and soda with dinner. Guests can order a packed lunch for hikes and sightseeing. Please note that if you wish for a packed lunch you need to place an order the evening before. A breakfast buffet is available and can be booked along with your room or on-site.
Hof-1 Hótel í Öræfum er í einni fegurstu og sérkennilegusta sveit á Íslandi, „Sveitinni milli sanda“. Yfir gnæfir Öræfajökull, framundan breiðir Skeiðarársandur úr sér, þjóðgarðurinn í Skaftafelli er örskammt frá og austur undan er stutt í töfraheim Jökulsárlóns á Breiðamerkursandi og að friðlandi fugla í Ingólfshöfða. Í faðmi þessarar ægifögru náttúru kappkostum við hjá Hof 1 hótel að bjóða persónulega þjónustu í fyrsta flokks gistingu og veitingaaðstöðu. Hof 1 Hótel er opið allt árið. Nýtt sveitahótel á gömlum grunni Hof 1 Hótel er í sambýli við hina gömlu torfkirkju í Öræfasveit í töfrandi umhverfi miðsvæðis í sveitinni. Hótelið er að hluta í byggingum sem upphaflega voru reistar sem fjárhús og hlaða en sem hafa nú gengið í endurnýjun lífdaga sem vinaleg gisting með persónulega þjónustu. Innan dyra er fátt sem minnir á fyrri starfsemi. Flísalögð gólf og smekklegar innréttingar með leðurhúsgögnum eru til vitnis um að hér snýst starfið ekki lengur um að fóðra sauðfé, heldur að þjóna ferðamönnum sem eiga skilið það besta. Alls eru 46 herbergi á Hof 1 Hóteli. Þegar komið er inn blasir við notaleg gestamóttaka með stórri setustofu og rúmgóðri veitingastofu og er allt sameiginlegt rými og gistiherbergi ríkulega skreytt listaverkum. Á neðri hæð hefur verið innréttað baðstofa (spa) með stórum heitum potti, gufubaði, sturtum og hvíldaraðstöðu. Auk 8 herbergja sem eru staðsett í gömlu hlöðunni eru 16 herbergi í nýrri viðbyggingu. Þá eru fjögur smáhýsi, hvert með tveimur herbergjum auk 6 herbergja í gömlu skólahúsi sem í daglegu tali er kallað þinghúsið. Veitingar Í veitingastofu bjóðum við morgunverð og kvöldverð úr fyrsta flokks hráefnum og leggjum áherslu á fáa en vel valda rétti, saltfiskssteikur frá Eðalfiski í Hauganesi, eldissilung úr sveitinni og sérvalið lambakjöt frá Kjarnafæði á Akureyri auk kjúklinga og grænmetisrétta. Á undan aðalrétti bjóðum við súpu kvöldsins með heimabökuðu brauði og á eftir aðalrétti er kaffi og eftirréttir. Við bjóðum upp á léttvín með mat. Auk þess bjóðum við upp á snafsa, bjór og gosdrykki. Gestir geta pantað nestispakka að kvöldi fyrir náttúruskoðunar- eða gönguferðir daginn eftir. Hægt er að panta morgunverðarhlaðborð.